Skíðamót Íslands haldið á Dalvík og Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Dalvíkur eru mótshaldarar á Skíðamóti Íslands 2010, sem haldið er núna um helgina 26. - 29. mars. Til að gera umgjörð mótsins flottari og veglegri þá ætlar Fjallabyggð að draga íslenska fánann að húni í bænum þá daga sem keppt er á mótinu. Mótshaldarar hvetja bæjarbúa til að gera slíkt hið sama. Nánari upplýsinga um mótið er að finna á heimasíðu mótsins.