Skíðagöngunámskeið

Skíðaganga er fjölskylduíþrótt
Skíðaganga er fjölskylduíþrótt

Skíðafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir námskeiði í skíðagöngu dagana 7. og 8. febrúar næstkomandi. Námskeiðið er fyrir fullorðna og ætlað bæði byrjendum sem lengra komnum.
Mæting er við skíðaskálann Tindaöxl báða dagana, þann 7. febrúar kl. 14:00 og 8. febrúar kl. 20:00
Þátttökugjald er 4.000 kr.
Mikil vakning hefur nú orðið á landsvísu á íþróttinni og vonum við svo sannarlega að íbúar í Fjallabyggð taki vel í framtakið og dusti rykið af skíðunum. Skíðafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir almenningsgöngunni, Fjarðargangan 29. febrúar næstkomandi og væri gaman að setja sér þátttöku þar sem markmið.

Nánari upplýsingar og skráning hjá:
Elsu s. 865-­‐1918 netfang: elsagj11@bifrost.is
Svava s. 866-­‐3900 netfang: svavasnyrt@gmail.com

Skíðagöngukappar í Ólafsfirði