Skemmdarverk í Ólafsfirði

Einn ljóspollanna
Einn ljóspollanna
Að kvöldi fimmtudags voru unnar skemmdir á ljósunum við göngubrúna við tjörnina í Ólafsirði. Ábendingar um það hver eða hverjir voru hér að verki eru vel þegnar.

Fjórir ljósapollar voru skemmdir. Búið er að skoða skemmdirnar og verið er að skoða hvort varahlutir fást í ljósin. Hætt er við að tjónið hlaupi á tugum þúsunda. Verknaðurinn verður tilkynntur lögreglunni.

Ábendingar um þá sem frömdu verknaðinn má hringja inn í síma 464 9200 eða senda á fjallabyggd@fjallabyggd.is.