Skelfiskbáturinn Fossá á veiðum í Siglufirði

Skelfiskbáturinn Fossá frá Þórshöfn var á veiðum í Siglufirði um helgina og tókust þessar "tilraunaveiðar" vel að sögn skipverja. Ríflega 100 tonn af skel veiddust í tveimur veiðiferðum og er það fullfermi. Á meðfylgjandi mynd má sjá Fossá á veiðum sl. laugardag en mikið fuglalíf er nú á þeim stað sem togveiðar skipsins fóru fram.