Skammdegishátíðin 2017 hefst 26. janúar

Skammdegishátíðin hefst 26. janúar kl. 17:00 á Skammdegi Exhibition í Landsbjargarhúsinu á Ólafsfirði.

Dagskráin á morgun og fram á kvöld er eftirfarandi:

Kl: 17:45 - 18:30 verður sýningin "Slaggrinding in a Throughfeed System" eftir by Jeffery Shivers & Nina Guo

Kl: 19:00 Skammdegi Exhibition í Listhús Gallery í Ólafsfirði

Kl: 19:30 Skammdegi Exhibition á Kaffi Klöru í Ólafsfirði

Hátíðin stendur í 4 daga og verða listasýningar í Listhús Gallery, Kaffi Klöru, Landsbjargarhúsinu og í Hlíð.

Fólk er eindregið hvatt til þess að kynna sér dagskránna sem er mjög vönduð og fjölbreytt en hana er að finna hér.

Sjón er sögu ríkari.

Aðgangur er ókeypis.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.skammdegifestival.com og á netfanginu listhus@listhus.com