Skákdagurinn 26. janúar

Hinn 26. janúar nk. verður Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga.

Að Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademían, Skákskólinn og taflfélögin í landinu, í samvinnu við félög, einstaklinga o.fl.

Kjörorð dagsins eru einkunnarorð skákhreyfingarinnar: Gens Una Sumus - Við erum ein fjölskylda. Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum.

Það er von Skáksambands Íslands að sem flest sveitarfélög taki þátt í Skákdegi Íslands og heiðri með því meistara Friðrik Ólafsson og stuðli jafnframt að enn frekari útbreiðslu þjóðaríþróttarinnar meðal ungra sem eldri.

Jafnframt býður Skáksamband Íslands að skipuleggja skákviðburð í Fjallabyggð sé eftir því leitað.