Skíðasvæðið opið laugard. 2.júní n.k.

Vegna þess hve aðstæður í Skarðinu eru góðar og hve frábær veðurspáin er fyrir laugardaginn hér fyrir norðan hefur verið ákveðið að hafa Skíðasvæðið í Skarðinu opið laugardaginn 2. júní n.k.frá kl. 10.00 - 17.00.Það er t.d. frábært að geta litið upp frá garðverkunum og skellt sér í skíðaparadísina í Siglufjarðarskarði, brettaáhugafólk athugið að aðstæðurnar geta ekki verið betri fyrir ykkur líka. Athugið: Góð íþrótt er gulli betri.