Skíðasvæðið í Skarðsdal opið um Hvítasunnuna

Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opið um hvítasunnuna laugardag, sunnudag og mánudag frá kl. 13.00 - 17.00. Reynt verður að troða göngubraut út á Súlur ef veður leyfir. Það er nægur snjór og færið gott enda búið að vera ansi kalt undanfarið. Allir hvattir til að nýta sér síðasta snjóinn á þessum vetri