Skíðasvæðið í Skarðdal

Skíðasvæðið í Skarðdal verður opið sem hér segir um Hvítasunnuna. Laugardag 13.00 - 17.00 Hvítasunnudag 13.00 - 17.00 Mánudag 13.00 - 17.00 Reynt verður að troða göngubraut út á Súlur ef veður leyfir. Það er nægur snjór og færið er gott enda búið að vera ansi kalt í veðri undanfarið. Nú ættu skíða og brettaunnendur að mæta og njóta þess sem í boði er enda hver að verða síðastur því þetta er síðasta helgin sem Skíðasvæðið verður opið þennan veturinn.