Síldarminjasafnið hlaut Um­hverf­is­verðlaun Ferðamála­stofu

Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend

Um­hverf­is­verðlaun Ferðamála­stofu hafa verið veitt ár­lega frá ár­inu 1995 og var þetta því í 23. sinn sem þau voru af­hent en að þessu sinni hlaut Síldarminjasafnið ­verðlaunin fyr­ir fegr­un um­hverf­is og bætt aðgengi. Af­henti Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála full­trú­um Síld­ar­minja­safns­ins, þeim Anítu Elef­sen og Örlygi Krist­finns­syni, verðlauna­grip­inn Sjón­ar­hól á ferðamálaþingi 2017 í Hörpu í gær þann 4. október.

Það var mat dóm­nefnd­ar að Síld­ar­minja­safnið á Sigluf­irði sé gott dæmi um frum­kvöðlavinnu, þar sem menn­ing­ar- og at­vinnu­saga bæj­ar­fé­lags hef­ur orðið að aðdrátt­ar­afli fyr­ir ferðafólk og verið mik­il­væg­ur liður í að end­ur­nýja bæj­ar­brag­inn. Um­hverf­is­mál­in, ásýnd og aðgengi eru afar mik­il­væg­ir þætt­ir í þeirri sköp­un. Þar seg­ir einnig að teng­ing safn­hús­anna þriggja hafi skapað nauðsyn­lega heild­ar­mynd safnsvæðis­ins og auðveldað öll­um gott aðgengi milli húsa. „Frá­gang­ur bryggju og ljósastaura end­ur­vek­ur tíðaranda en hafa verið aðlagaðir nýju hlut­verki. Þess­ar fram­kvæmd­ir hafa að mati dóm­nefnd­ar verið vel unn­ar, skapað fal­lega bæj­ar­mynd og náð að fanga þann staðaranda sem bygg­ir á bæj­ar­sög­unni,“ sagði Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála, er hún til­kynnti um verðlaun­in.

Dóm­nefnd­in í ár var skipuð þeim Hall­dóri Ei­ríks­syni, arki­tekt og for­manni stjórn­ar Fram­kvæmda­sjóðs ferðamannastaða, Helenu Gutt­orms­dótt­ur, lektor og náms­brauta­stjóra um­hverf­is­skipu­lags­braut­ar Land­búnaðar­há­skóla Íslands og Ólöfu Ýrr Atla­dótt­ur ferðamála­stjóra