Síldarminjasafnið fær úthlutað úr Safnasjóði

Mennta og menningarmálaráðherra hefur nú úthlutað úr Safnasjóði fyrir árið 2014 að fenginni tillögu safnaráðs.  
Tillaga safnaráðs var unnin samkvæmt úthlutunarreglum ráðsins frá 18.09.2013, safnalögum nr.141/2011 og í anda þess sem fram kom í auglýsingu um styrki úr safnasjóði.
Síldarminjasafn Íslands fær styrki til tveggja verkefna; annars vegar 300.000 kr. styrk í verkefni sem ber yfirskriftina Raforkustöðin - vélaverkstæði og hins vegar 900.000 kr. styrk í verkefni tengt rafrænni skráningu í Sarp sem er menningarsögulegt gagnasafn.
Nánari upplýsingar um úthlutun úr safnasjóði má sjá á heimasíðu safnasráðs, www.safnarad.is