Síldarárin á Siglufirði - sölusýning Sigurjóns

Sigurjón Jóhannsson, myndlistamaður, verður með sölusýningu á verkum sýnum í Ráðhúsi Fjallabyggðar um og yfir Verslunarmannahelgina. Sýningin opnar fimmtudaginn 30. júlí kl. 14:00 og er opin daglega frá kl. 14:00 - 18:00 til mánudagsins 3. ágúst.

Sigurjón er fæddur á Siglufirði 1939. Útskrifaðist frá MR 1959 og lagði stund á myndilist og arkitektúr á Ítalíu. Stundaði nám við handíða- og myndlistaskólann og Myndlistaskólann við Freyjugötu til 1963. Fór þá í námsferð til London og dvaldi þar fram á 1964.

Sölusýning Sigurjóns Jóhannssonar