Síldarævintýrið lifir og Trilludagar verða til

Mynd: Sigurjón Jóhannsson
Mynd: Sigurjón Jóhannsson

Uppi hafa verið vangaveltur á meðal fólks hvort hið árlega Síldarævintýri um Verslunarmannahelgina verði í ár. Því er til að svara að svo verður og er verið að vinna á fullu í því að setja saman dagskrá. Líkt og fyrri ár er áherslan lögð á fjölbreytta fjölskyldudagskrá.
Sú breyting verður þó á Síldardögum sem hafa byrjað helgina á undan Síldarævintýrinu að settir verða á svokallaðir TRILLUDAGAR. Þá munu trillusjómenn og ferðaþjónustuaðilar sem eru með bátaferðir bjóða gestum í smá siglingu út fjörðinn og leyfa fólki að renna fyrir fisk. Gestum stendur svo til boða að grilla veiðina þegar komið er í land. Eitt og annað verður í boði þessa helgi og verður öllum bæjarbúum og gestum boðið í grill í boði Samkaup-úrval milli kl. 16:00 - 18:00 laugardaginn 23. júlí.