Síldarævintýri 2015

Um hverja verslunarmannahelgi er þess minnst þegar Siglufjörður var síldarhöfuðstaður heimsins og þúsundir verkamanna og kvenna unnu við síldina og nokkurs konar gullgrafarastemming var ríkjandi í bænum. Íbúafjöldinn var eins og í stórborg, allstaðar líf og fjör. Þessa stemmingu er reynt að endurskapa hverja verslunarmannahelgi með virkri þátttöku heimamanna og gesta.
Dagskrá Síldarævintýrisins sem er einstaklega glæsileg þetta árið má sjá á heimsíðunni http://sildaraevintyri.fjallabyggd.is/