Sigurður Valur á Rás 2

Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigurður Valur Ásbjarnarson, var í viðtali í morgunþætti Rásar 2 nú í morgun. 
Frétt þess efnis að áætlaðar gestakomur ferðamanna til Fjallabyggðar á árinu 2013 hafi verið um 100.000 hefur vakið athygli og vildu þáttastjórnendur forvitnast frekar um það og hvort þessi aukning ferðamanna til sveitarfélagsins væri fögnuður einn eða hvort þetta hafi valdið einhverjum vandkvæðum. Rætt var um stöðu sveitarfélagsins gagnvart þessari aukingu ferðamanna, um þá uppbyggingu sem á sér stað nú á Siglufirði og framtíðarhorfur byggðarkjarna sveitarfélagsins. 

Hlýða má á viðtalið á vef RÚV. Viðtalið við Sigurð Val hefst ca. á 41. mínútu.