Sigurður Friðriksson lætur af störfum hjá Fjallabyggð

Sigurður Friðriksson og Haukur Sigurðsson
Sigurður Friðriksson og Haukur Sigurðsson

Sigurður lætur af störfum hjá Fjallabyggð eftir 38 ára samfellt starf en hann kom fyrst til starfa árið 1979. Hann vann um tíma eða í níu ár sem yfirmaður félagsmiðstöðvar á vetrum og yfirmaður vinnuskóla á sumrin. Sigurður starfaði í sundlaug Siglufjarðar í samtals 29 ár og á þeim tíma sinnti hann meðal annars stöðu forstöðumanns Sundhallarinnar og síðar sem almennur starfsmaður.

Í tilefni af þessum merku tímamótum var Sigurður leystur út með gjöfum um leið og honum voru þökkuð vel unnin störf fyrir bæjarfélagið.

Fjallabyggð þakkar Sigurði kærlega fyrir ötult og gott starf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

 Sigurður Friðriksson lætur að störfum

Mynd: Ríkey Sigurbjörnsdóttir, Sigurður Friðriksson og Haukur Sigurðsson