Sigurbjörgin strandar

Sigurbjörgin Óf 1 sem er í eigu Ramma hf. kom í morgun inn til Siglufjarðar til að  losa þar frystar fiskafurðir til geymslu í frystigeymslu Ramma hf. Við innsiglinguna fór togarinn of vestarlega og tók niðri og festist. Engin hætta var þó á ferðum, þar sem þarna er sandbotn. Kallað var eftir aðstoð björgunarbátsins Sigurvins sem kom fljótt á vettvang og aðstoðaði  Sigurbjörgina af strandstað. Nánar má sjá lesa um óhappið á www.sksiglo.is