Siglufjarðarkaupstaður styrkir hreyfingarátakið “Hraust í haust”.

Á fundi bæjarráðs Siglufjarðar þann 9. október var samþykkt að styrkja hreyfingarátakið “Hraust í haust” með þeim hætti að bæjarbúar fái frítt í sund eina helgi í október. Auk þess var samþykkt að afhenda Umf. Glóa 10 sundkort sem félagið hyggst nota til vinninga í lokahófi átaksins.Nánar verður auglýst síðar hvenær frítt verður í sund af þessu tilefni.