Siglufjarðarkaupstaður 85 ára í dag, 20. maí

Í dag, 20. maí, eru 85 ár liðin frá því Siglufjarðarkaupstaður fékk kaupstaðarréttindi. Að því tilefni gengu leikskólabörn og grunnskólabörn fylktu liði um bæinn í morgun og sungu fyrir bæjarbúa á Ráðhústorgi.Í kvöld mun Kvennakór Siglufjarðar halda tónleika í Siglufjarðarkirkju kl. 20.00 og að tónleikum loknum verður gestum boðið í kaffihlaðborð í Safnarheimilinu.