Siglómótið í blaki

Hið árlega Siglómót í blaki verður haldið dagana 26. - 27. febrúar. 48 lið eru skráð til leiks, 12 karlalið og 36 kvennalið. Leikið verður í tveimur deildum hjá körlum og fjórum deildum hjá konum. Fimm lið frá heimafólki eru skráð til leiks, fjögur kvennalið frá Súlum og eitt karlalið frá Hyrnunni. Þátttakendur verða um 300.  Mótið hefst kl. 19:00 á föstudaginn og verður þá spilað í íþróttahúsinu Siglufirði.  Á laugardaginn hefst keppni kl. 08:00 um morguninn og verður þá spilað í báðum íþróttahúsum Fjallabyggðar, á Siglufirði og í Ólafsfirði. Reiknað er með að mótinu ljúki kl. 18:00. 

Eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til að fjölmenna í íþróttahúsin og fylgjast með skemmtilegri keppni.