Siglómótið í blaki

Mynd: www.siglo.is
Mynd: www.siglo.is

Nú um helgina fer fram hið árlega Siglómót í blaki. Alls munu 38 lið taka þátt og spilaðir verða hátt í 100 leikir. Mótið hefst í dag kl. 19:40 í íþróttahúsinu á Siglufirði. Á morgun laugardag verður leikið bæði á Siglufirði og í íþróttahúsinu í Ólafsfirði og eru fyrstu leikir kl. 08:00.
Leikið verður í Ólafsfirði til kl. 14:30 og er áætlað að síðasta leik á Siglufirði verði lokið kl. 18:00. Að móti loknu verður verðlaunaafhending í Bátahúsinu.

Mótið markar upphaf vetrarleika UÍF.