Í október hófst samstarf á milli grunnskólans, tónskólans og Listhúss Fjallabyggðar með verkefni sem kallast Sigi‘s boat.
Sigrid Keunen fiðluleikari frá Belgíu, sem dvalið hefur í Listhúsinu, mætti í tónmenntatíma ásamt tónlistarkennara og
lagði verkefni fyrir nemendur.
Sigi‘s boat er 4 metra langt tré sem er ekki á sjó heldur inni í kennslustofunni og er í rauninni þrep fyrir nemendur til að búa til
sína eigin sögu, semja og skapa tónlist við söguna. Nemendur og kennarar upplifðu hin ýmsu ævintýri í tengslum við verkefnið sem
þótti takast ákaflega vel.
Búið er að birta
myndband frá þessu verkefni inn á Youbube og er ansi skemmtilegt að
fylgjast með því hvernig verkefnið þróaðist.
Frá verkefnavinnu við Sigi's boat. (Myndir: www.listhus.com)