Seyra ehf. Kynningarfundur

Nafnmerki Seyru ehf.
Nafnmerki Seyru ehf.

Laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00 heldur Seyra ehf. almennan kynningarfund í húsnæði fyrirtækisins að Vetrarbraut (Ketilhúsinu) á Siglufirði. Íbúar eru hvattir til að koma á fundinn og kynna sér fyrirhugaða starfsemi Seyru ehf.

Seyra ehf. er nýtt fyrirtæki í Fjallabyggð og mun starfrækja gámasvæði og jarðgerð fyrir þann lífræna úrgang sem fellur til í Siglufirði. Seyra ætlar á þessum kynningarfundi að sýna húsnæði sitt og lýsa á staðnum hvernig starfsemi þess kemur til með að ganga fyrir sig og svara spurningum bæjarbúa um fyrirtækið.