Seinni kattahreinsun

Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir:

Námuvegi 11 Ólafsfirði (Olís portið) fimmtudaginn 6. desember kl. 13:00-15:00
Áhaldahúsinu Siglufirði fimmtudaginn 6. desember kl. 16:00-18:00

Áríðandi að allir kettir séu hreinsaðir!

Vakin er athygli á því að skilyrði fyrir hreinsun er að búið sé að borga kattaleyfisgjald. Innifalið í hreinsuninni er ormahreinsun. Eigendur fresskatta geta pantað geldingu hjá dýralækni en skylt er að gelda alla fressketti sex mánaða og eldri.

Þeir sem ekki gera grein fyrir köttum sínum, með því að mæta í hreinsun, eða framvísa vottorði um að köttur þeirra sé hreinsaður, mega gera ráð fyrir að verða sviptir leyfi til kattahalds.

Dýraeftirlit Fjallabyggðar.