Samráðsfundur vegna framhaldsskólans í dag

Ákveðið hefur verið að halda samráðsfundi með íbúum Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Dalvíkur vegna væntanlegs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Fyrsti fundur verður haldinn í Ólafsfirði, Tjarnarborg, fimmtudaginn 4. sept. nk. kl. 17:00 og sama dag á Siglufirði kl. 20:00 í Ráðhúsinu. Atvinnurekendur á svæðinu, skólafólk, foreldrar og aðrir áhugasamir aðilar sem vilja hafa áhrif á starfsemi framhaldsskólans eru hvattir til að mæta. Jón Eggert Bragason, Verkefnisstjóri framhaldsskólans