Samráðsfundur með ferðaþjónustuaðilum

Á morgun, fimmtudaginn 4. desember, kl. 18:15, eða að loknum fundi um nýsköpun í Fjallabyggð, verður haldin samráðsfundur markaðs- og menningarnefndar með aðilum í ferðaþjónustu.
Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg.
Dagskrá:
- Ferðastefna Fjallabyggðar
- Yfirlit, sumarsins. Óskað er eftir stuttri munnlegri skýrslu frá hverjum og einum um það hvernig sumarið 2014 kom út og/eða árið í heild.
- Heimasíðan; visittrollaskagi.is
- Ný götukort af Fjallabyggð
- Merkingar
- Önnur mál

Eru ferðaþjónustuaðilar hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar.