Samningur um hafnarframkvæmdir undirritaður

frá undirritun samningsins.
frá undirritun samningsins.
Á föstudag var undirritaður verksamningur um endurbyggingu sjóvarnargarða og þrengingu innsiglingarinnar að vesturhöfninni í Ólafsfirði. Árni Helgason ehf. mun vinna verkið.

Árni Helgason átti næstlægsta tilboð í verkið, en Háfell ehf., sem átti lægsta tilboð, sagði sig frá verkinu áður en samningar voru undirritaðir. Áætlað er að framkvæmdirnar hefjist á næstu vikum og ljúki á haustmánuðum.

Á myndinni handsala þeir Sigtyggur E. Benediktsson frá Siglingastofnun og Árni Helgason, verktaki, samninginn.Sjóvarnargarðurinn og innsiglingin sem um ræðir eru fyrir ofan Sigtrygg á loftmyndinni í baksýn.