Samningur um íþróttasvæði

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum samning milli Valló ehf. og Fjallabyggðar um rekstur íþróttasvæða á Siglufirði. Samningurinn hljóðar uppá 17,7 miljónir og gildir í eitt ár.

Vonast er til að þessi samningur styrki rekstur íþróttasvæðanna, þá sérstaklega skíðasvæðisins. Valló ehf. stefnir að því að efla markaðssetningu skíðasvæðisins og kynna það sem eitt besta skíðasvæði landsins. Opnunartími svæðisins verður einnig rýmri.