Samningur um eflingu þjónustu við eldra fólk undirritaður

Mynd: SSNE
Mynd: SSNE

Á bæjarstjórnarfundi þann 14. september sl. undirrituðu Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar og Albertína Elíasdóttir framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) samning um sértækt verkefni sóknaráætlunarsvæða byggðan á viðaukasamningi við Byggðarstofnun frá 31. maí 2022. Markmið verkefnisins er að efla þjónustuna við eldra fólk og traust notenda til stuðnings heimaþjónustu og dagþjálfunar og ná þannig fram að eldra fólk geti búið heima sem lengst við góðar aðstæður bæði hvað varðar öryggi og félagslega þætti. Verkefnið er áfangaskipt til þriggja ára.