Samningar takast milli Fjallabyggðar og Akureyrarbæjar um málefni MTR

Eiríkur Björgvinsson og Gunnar I. Birgsson
Eiríkur Björgvinsson og Gunnar I. Birgsson

Þann 4. mars sl. var undirritað samkomulag milli Fjallabyggðar og Akureyrarbæjar um málefni MTR. Ágreiningur hefur verið á milli aðila um húsaleigugreiðslur vegna MTR allar götur frá árinu 2010. Samkomulagið er í tveimur liðum;
1) Akureyrarbær greiðir Fjallabyggð 15 m.kr. eingreiðslu vegna húsaleigu.
2) Akureyrarbær tekur þátt í kostnaði vegna fyrirhugaðrar byggingar á matar- og félagsaðstöðu fyrir nemendur. Kostnaðarskipting er eftirfarandi;
Ríkið 60%,
Fjallabyggð 20%,
Önnur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu 20% í hlutfalli við fólksfjölda. Hlutur Akureyrar er milli 14 - 15% af stofnkostnaði.

Það voru bæjarstjórar sveitarfélaganna þeir Gunnar I. Birgisson og Eiríkur Björgvinsson sem skrifuðu undir samkomulagið.

Bæjarfulltrúar og bæjarstjórar Fjallabyggðar og Akureyrarbæjar
Bæjarstjórar og bæjarfulltrúar Fjallabyggðar og Akureyrarbæjar að lokinni undirskrift.