Rauðka og Síldarævintýrið á Siglufirði efna til uppskriftakeppni um besta síldarréttinn á Síldarævintýrinu 2016. Sérstök dómnefnd velur tvær bestu uppskriftirnar. Skila skal inn tilbúnum réttum, ásamt uppskrift, á Kaffi Rauðku fyrir kl. 12:00 laugardaginn 30. júlí. Dómnefndin velur svo BESTA SÍLDARRÉTTINN eftir smökkunina. Verðlaun: 1. verðlaun gisting á Hótel Sigló, 2. verðlaun eru út að borða á veitingastaðnum Sunnu (Hótel Sigló). Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á vefsíðum Rauðku og Síldarævintýrisins.
Úrslit verða tilkynnt á Ráðhústorginu kl. 20:00 laugardagskvöldið 30. júlí.

Síldarréttum skal skilað á Kaffi Rauðku