Samið við Berg ehf. um viðbyggingu við Leikskála

Björn Jónsson og Gunnar I. Birgisson
Björn Jónsson og Gunnar I. Birgisson

Á fundi bæjarráðs þann 2. febrúar sl. var lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi tilboð í viðbyggingu og endurbætur á leikskólanum við Brekkugötu 2, Siglufirði en tilboð voru opnuð þann 1. febrúar.

Tvö tilboð bárust.
Berg ehf. 145.357.000 - 118,6% af kostn.áætlun.
Tréverk ehf. 166.136.077 - 135,6% af kostn.áætlun.
Kostnaðaráætlun 122.519.995.

Báðir aðilar skiluðu inn frávikstilboði m.v. lengdan verktíma:
Berg ehf. 127.551.000 miðað við skil á verki 10.10.2016 - 104,1% af kostn.áætlun.
Tréverk ehf. 137.513.531 miðað við skil á verki 15.11.2016 - 112,2% af kostn.áætlun.

Í útboðsgögnum var gert ráð fyrir verklokum 15.08.2016.

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við lægstbjóðanda um frávikstilboð.

Í morgun var gengið frá undirskrift á samningi við Berg ehf. Það voru þeir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri fyrir hönd Fjallabyggðar og Björn Jónsson fyrir hönd Bergs sem skrifuðu undir samninginn.

Framkvæmdir munu hefjast fljótlega og verður samkvæmt frávikstilboði lokið 10. október 2016.