Samgöngur og samfélag Fjallabyggðar fyrir opnun Héðinsfjarðarganga

Ráðstefna í Ráðhúsinu Siglufirði laugardaginn 6. febrúar 2010 kl. 13:00 - 17:00 Með opnun Héðinsfjarðarganga haustið 2010 munu samgöngur á norðanverðum Tröllaskaga gjörbreytast og í kjölfarið má búast við margvíslegum breytingum á mannfjöldaþróun, efnahagslífi, opinberri þjónustu, menningu og félagslegum tengslum í Fjallabyggð. Rannsóknahópur við Háskólann á Akureyri hefur undanfarið ár unnið að margþættri rannsókn á þessum áhrifum með styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Fyrsti áfangi rannsóknarinnar hefur beinst að samgöngum og samfélagi Fjallabyggðar fyrir opnun Héðinsfjarðarganga og verða niðurstöður hans kynntar á opinni ráðstefnu  í Ráðhúsinu á Siglufirði laugardaginn 6. febrúar næstkomandi. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.