Sameining við Ólafsfjörð samþykkt

Sameining Siglufjarðar og Ólafsfjarðar var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða í kosningum sem fram fóru sl. laugardag. 86% þeirra sem tóku þátt í kosningunni samþykktu sameiningu. Á kjörskrá voru 1015 einstaklingar, 637 greiddu atkvæði og er því kjörsókn um 63%. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 554 já og 77 sögðu nei, auðir og ógildir seðla voru 6. Það eru því tæp 55% kosningabærra einstaklinga sem samþykktu sameininguna en aðeins um 8% sem eru á móti þannig að niðurstaðan er afar skýr. Á Ólafsfirði var sameining jafnframt samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Næst á dagskrá er því undirbúningur á sameiningu sveitarfélaganna tveggja en gert er ráð fyrir að staðfesting fáist á sameiningu eftir sveitarstjórnarkosningar sem verða í vor.