Sameining félaga

Leiftur og KS samþykktu í gær á aðalfundum sínum að sameina félögin. Haldinn var stofnfundur sameinaðs félags KS og Leifturs í beinu framhaldi. Kosið var um nafn á félaginu og fyrir valinu varð KF - knattspyrnufélag Fjallabyggðar og munu sameinuðu félögin spila undir merkjum KF frá og með 1.janúar 2011.

Stjórn KF er skipuð eftirfarandi aðilum:

Ómar Hauksson

Dagný Finnsdóttir

Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson

Heiðar Gunnólfsson

Sigríður Ingimundardóttir

Hlynur Guðmundsson

Engin bauð sig fram til formanns í sameinuðu félagi og er stjórninni ætlað að finna sér formann á næstu dögum.

Búningar nýs félags verða bláir að lit og varabúningur m.fl. verða hvítir. Lög félagsins voru samþykkt á fundinum og taka þau gildi þegar ÍSÍ, UMFÍ og UÍF hafa lagt blessun sína á þau.