Saman fyrir Seyðisfjörð

Seyðisfjörður
Mynd: Múlaþing.is
Seyðisfjörður
Mynd: Múlaþing.is

Múlaþing auglýsir samstarfsverkefnið "Saman fyrir Seyðisfjörð" sem vinnur að því að aðstoða við enduruppbyggingu Seyðisfjarðar eftir að aurskriður og hamfaraflóð féllu á bæinn, með mikilli eyðileggingu, í lok síðasta árs.

Á heimasíðu hátíðarinnar má njóta tónlistar alla vikuna en þar eru einnig upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja Rauða krossinn og Seyðfirðinga.

Hægt er að senda sms skilaboðin "HJALP" í númerið 1900 til að gefa 2900 krónur, eða fara á heimasíðu verkefnisins​ til að millifæra.

Saman fyrir Seyðisfjörð mun streyma á samanfyrirseydisfjord.info frá 25. - 31. janúar með nýjum listamönnum daglega klukkan 12 á hádegi.

Meðal þeirra sem koma fram eru; Ásgeir, GDRN, Bríet, sillus X Hermigervill, Bjartar Sveiflur, Sykur, Hjaltalin, Halldór Eldjárn, Hatari, Vök, JFDR, Cyber, Benni Hemm Hemm & Prins Póló & Ívar Pétur, Abby Portner, Sunna Margrét, Sexy Lazer, Samantha Shay & Andrew Thomas Huang, Hrafn Bogdan, Sodill, Crystal Lubrikunt, Forest Law, Augnablik, Rex Pistols, Pamela Angela, MSEA, Una Björg Magnúsdóttir, Nana Anine, Boris Vitazek, Supersport! og fleiri sem verða kynntir síðar.

Fréttin er af mulathing.is