Sala á merki Síldarævintýris

Merki Síldarævintýris 2016
Merki Síldarævintýris 2016

Líkt og undanfarin ár verða til sölu barmmerki með merki Síldarævintýrisins. Blakfélag Fjallabyggðar mun sjá um að selja Síldarævintýrismerkin og mun hluti af ágóða renna til styrktar barna- og unglingastarfi félagsins. Krakkar, unglingar og forráðamenn þeirra munu næstu kvöld ganga í hús og selja merkin.
Verð á merki er 1.000 kr.
Eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til að taka vel á móti sölufólki.