Safnið tilnefnt

Safnaráð Evrópu hefur sent út tilkynningu um að Síldarminjasafnið á Siglufirði sé meðal 40 evrópskra safna, sem hafa verið valin til áframhaldandi keppni um evrópsku safnaverðlaunin 2004. Hefðin er sú að dómnefnd skoðar öll þau söfn sem tilnefningu hljóta og velur um 60% þeirra til aðalkeppninnar. Fram kemur í vefriti menntamálaráðuneytisins, að á árlegum fundi Safnaráðs Evrópu, sem að þessu sinni verður haldinn í Aþenu 5.-8. maí í vor, verða úrslit kunngerð og safnaverðlaunin veitt. Til þessa fundar er boðið fulltrúum þeirra safna sem halda áfram í keppninni.Frétt af mbl.is