Sólstöðutónleikar í Bátahúsinu.

Sólstöðutónleikar verða í Bátahúsinu í kvöld og hefjast þeir kl. 20.00.Þar koma fram Hlöðver Sigurðsson tenór og Renáta Iván sem leikur á píanó.Á dagskrá verða íslensk og erlend sönglög og jólalög.Það verður heitt á könnunni og hugguleg jólastemning.