Söfnun á úrgangi til endurvinnslu.

Á síðustu árum hefur orðið mikil þróun í úrgangsmálum, m.a. hvað varðar endurvinnslu og endurnýtingu. Þegar lög um úrvinnslugjald tóku gildi þann 1. janúar 2003 og úrvinnslusjóður var settur á laggirnar, var farið að leggja úrvinnslugjald á ákveðna vöruflokka til að skapa sem hagkvæmust skilyrði til meðhöndlunar úrgangs. Á næstu árum munu æ fleiri hagrænir hvatar verða teknir upp til að koma upp skilvirku fyrirkomulagi á söfnun og endurvinnslu. Settar hafa verið reglur um aukna flokkun úrgangs sem koma munu til framkvæmda á næstu árum. Það er skylda hvers sveitarfélags að fylgja eftir þessum reglum. Þá má búast við því að í framtíðinni verði settar enn frekari kröfur á þessu sviði og jafnvel að málaflokkurinn útheimti meiri kostnað úr sveitarsjóði. Sumir vöruflokkar eins og samsettar pappaumbúðir fyrir drykkjarvörur, bera skilagjald sem sveitarfélagið fær fyrir söfnun. Sú leið hefur verið farin hér að láta Knattspyrnufélagið safna fernunum fyrsta fimmtudag í mánuði og einnig er hægt að fara með þær í gám á bensínstöðvarplaninu. Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess. Hann skal með hagrænum hvötum koma upp skilvirku fyrirkomulagi á úrvinnslu úrgangs sem er tilkominn vegna vara sem falla undir lög um Úrvinnslusjóð.Sá úrgangur sem er flokkaður á Siglufirði í dag er:1. Samsettar pappaumbúðir þ.e. fernur undan ávaxtasöfum og mjólkFlytjandi flytur til Akureyrar til endurvinnslu erlendis.2. Spilliefni svo sem leysiefni, framköllunarvökvar, skordýraeitur, málning ofl. á að fara með niður í áhaldahús er flutt til Endurvinnslunnar á Akureyri.3. Hjólbörðum er safnað á gámasvæðinu og ÓK Gámaþjónusta sér um að flytja til endurvinnslu.4. Ökutæki sem eru skráð eftir 1988 bera skilagjald sem hefur verið innheimt áður með bifreiðagjöldum. Skila þarf ökutækinu á gámasvæðið og er fyllt út sérstakt eyðublað sem skila þarf á skoðunarstöð. 10.000 kr. eru greiddar fyrir ökutækið til skráðs eiganda. Starfsmenn áhaldahússins sjá um að tæma olíu og rafgeima af ökutækinu sem er flutt með brotajárni suður til Furu í Hafnarfirði.5. Skilagjaldskyldar umbúðir af drykkjarfernum eru gler og plastflöskur sem lagt er skilagjald á við innflutning eða framleiðslu. það er svo greitt til baka þegar þeim er skilað. Áldósirnar verða að nýjum dósum. Glerflöskurnar eru malaðar niður og notað í fyllingarefni. Plastflöskurnar eru einnig malaðar og notaðar í ýmis efni eins og flís fatnað.Annar úrgangur sem er flokkaður á Siglufirði en heyrir ekki undir lög um úrvinnslugjald eru1. Garðaúrgangi er safnað í bæjarlandinu og hann jarðgerður í Hólsdalnum. Einnota vörubretti og trjágreinar eru kurluð og blandað saman við garðaúrganginn og honum snúið reglulega. Við þetta jarðgerist hann og úr verður gróf molta sem gott er að nýta í trjábeð og til uppgræðslu.2. Dagblöðum og tímaritum er hægt að skila í gám á bensínstöðvarplaninu og er hann fluttur til Akureyrar til endurvinnslu erlendis.3. Rauði krossinn á Siglufirði tekur á móti notuðum fatnaði, heilum og hreinum. Setja þarf fötin í svartan plastpoka og binda fyrir.4. Apótekið á Siglufirði tekur á móti ónotuðum og útrunnum lyfjum.5. Kertum og kertaafgöngum er hægt að skila til Iðju fatlaðra Suðurgötu 4 þar sem þau eru brædd og búin til ný kerti.6. Brotajárni er safnað á gámasvæðinu og það flutt suður til Hafnarfjarðar sjóleiðina til endurvinnslu.Nánari upplýsingar gefur umhverfisstjóri bæjarins Arnar Heimir Jónsson í síma 695 3113