Rótarýdagur Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar í samvinnu við Menntaskólann á Tröllaskaga.
Opinn fjölskyldudagur skólans 23. febrúar 2019.
Í tilefni Rótarýdagsins verður Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar með dagskrá á opnum fjölskyldudegi Menntaskólans á Tröllaskaga á milli kl. 13:30-16:00.
Dagskrá Rótarýdagsins:
- Opinn rótarýfundur hefst kl. 14:00
- Kynning á Rótarýhreyfingunni og samfélagsverkefnum klúbbsins
- Framlag klúbbsins til útrýmingar lömunarveiki 2019 kynnt
- Fjárstyrkir veittir í samfélagsverkefni í Ólafsfirði
- Eftir styrkveitingar; tónlistarflutningur í höndum nemenda Tónlistarskólans á Tröllaskaga
- Fundi slitið
