Roðlaust og beinlaust

Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust sendi frá sér nýjan geisladisk ís sumar, Sjómannasöngvar, sem hefur að geyma 14 sjómannasöngva frá ýmsum tímum. Þetta er þriðji geisladiskur hljómsveitarinnar en áður hafa komið út diskarnir Bráðabirgðalög (2001) og Brælublús (2003).Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust er að stórum hluta skipuð áhöfninni á frystitogaranum Kleifaberg ÓF-2 frá Ólafsfirði, þaðan sem hún á rætur sínar að rekja.Hljómsveitin hefur starfað allt frá árinu 1997 og á þeim tíma spilað víða um land. Roðlaust og beinlaust hafa frá upphafi stutt björgunar- og slysavarnarmál sjómanna með sölu á diskum sínum en allur ágóði af sölu þeirra hefur runnið til slíkra mála og svo verður einnig með nýjasta diskinn en ágóðinn af sölu hans mun renna til Slysavarnarskóla sjómanna. Næsta laugardag ætlar Mogomusic ehf og hljómsveitin Roðlaust og beinlaust að afhenda Slysavarnarskóla sjómanna ávísun, upp á 1.300.000 miljónir króna. Afhendingin verður um borð í Kleifaberginu og hefst kl. 14.00, þar ætlar hljómsveitin að taka lagið og margt annað verður til skemmtunar.Kveðja MaggiMogomusic ehfÆgisbyggð 24625 ÓlafsfirðiSími: 898-2516www.mogo.ismogo@simnet.is