Ríkharður forseti bæjarstjórnar

Ríkharður Hólm Sigurðsson, nýr forseti bæjarstjórn
Ríkharður Hólm Sigurðsson, nýr forseti bæjarstjórn

Á aukafundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem haldin var í gær, miðvikudag, var borin fram ósk Magnúsar S. Jónassonar um lausn frá störfum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Magnús sem leiddi F-listann, Fjallabyggðarlistann fyrir síðustu kosningar, hefur m.a. verið í embætti forseta bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkti beiðnina samhljóða. Í framhaldi var kosið í trúnaðarstöður og var Ríkharður Hólm Sigurðsson kosinn forseti bæjarstjórnar. Í aðrar trúnaðarstöður var kosið sem hér segir:
a) Bæjarráð.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem varamann í bæjarráði.

b) Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem aðalmann á landsþing SÍS og Ríkharð Hólm Sigurðsson til vara.

c) Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem aðalmann í fulltrúaráð EBÍ.

d) Aðalfundur Eyþings.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem varamann á aðalfund Eyþings.

e) Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem aðalmann á aðalfund AFE og Ríkharð Hólm Sigurðsson til vara.

f) Stjórn Síldarminjasafns Íslands ses.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Arndísi Erlu Jónsdóttur sem varamann í stjórn Síldarminjasafns Íslands ses.