Reiðnámskeið í Ólafsfirði

Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Gnýfara í Ólafsfirði stendur fyrir reiðnámskeið í Ólafsfirði sem hefst sunnudaginn 16. ágúst næstkomandi. Námskeiðið er fyrir börn og unglinga frá fimm ára aldri. Leiðbeinandi verður Herdís Erlendsdóttir og tekur hún við skráningu og veitir aðrar upplýsingar. Sími: 467 1375, 698 6518 og tölvupóstur: saudanes@visir.is