Reglur um niðurgreiðslur á rútufargjaldi fyrir framhalds- eða háskólanema

Bæjarstjórn staðfesti á 93. fundi sínum 9. október 2013 reglur um niðurgreiðslur á rútufargjaldi fyrir framhalds- eða háskólanema.
Þeir nemendur sem telja að þeir eigi rétt á niðurgreiðslu þetta skólaár vinsamlegast sendið fullnægjandi gögn ásamt greiðsluupplýsingum til sveitarfélagsins.


Reglur um
niðurgreiðslur á rútufargjaldi
fyrir framhalds- eða háskólanema

1.      gr
Framhalds- og háskólanemar  18 ára og eldri með lögheimili í Fjallabyggð, eiga kost á fjárframlagi til niðurgreiðslu rútufargjalds, samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert og reglum þessum.

2.      gr.
Til að eiga rétt á niðurgreiðslu þarf nemandi að vera í fullu framhalds- eða háskólanámi á Akureyri.

3.      gr.
Niðurgreiðsla nær til fargjalda almenningssamgangna vegna kaupa á mánaðarkorti, þriggja mánaða korti og níu mánaða korti á starfstíma skóla.

4.      gr.
Fullnægjandi gögn um nám og útlagðan kostnað vegna kaupa á rútufargjaldi skulu liggja fyrir áður en til greiðslu framlags kemur.

5.      gr.
Fyrir skólaárið 2013 til 2014 skal hlutfall niðurgreiðslu nema 30%