Ramminn í rækjuvinnslu á ný.

Rammi hf. undirbýr nú að hefja veiðar og vinnslu á rækju næsta vor. Verið er að innrétta litla rækjuverksmiðju í húsnæði Rammans á Siglufirði. Reiknað er með að fjöldi starfsmanna verði á bilinu 5 - 8 og unnin verði um 2.000 – 3.000 tonn af rækju á ári. Gert er ráð fyrir að Múlabergið og jafnvel fleiri skip hefji rækjuveiðar í vor og aflin verði unnin í rækjuvinnslunni nýju.