Í byrjun árs hóf bókasafnið að senda út rafrænar viðvaranir til lánþega ef skiladagur á safnefni var að nálgast.
Þetta hefur gengið vonum framar og vonandi líkar notendum bókasafnsins þessi þjónusta.
Til að skilaboðin komist til skila verður netfang að vera skilgreint hjá lánþegum í kerfinu.
Hægt er að gefa upp / breyta netfangi við innskráningu á
www.leitir.is Nánari
upplýsingar og aðstoð um skráningu er hægt að fá á bókasafninu.
Frá og með 13. janúar síðastliðnum er bókasafnið á Siglufirði opið á mánudögum.
Opnunartími safnanna eru:
Afgreiðslutímar á Siglufirði:
Virkir dagar frá klukkan 13:30 - 17:00
Afgreiðslutímar í Ólafsfirði:
Virkir dagar frá klukkan 14:00 - 17:00
Ávallt er hægt að skila á bókasafnið í Ólafsfirði í gegnum bréfalúguna.