Ráðstefna um ferðaþjónustu í Fjallabyggð vel sótt

Ráðstefna um ferðaþjónustu í Fjallabyggð fékk góðar viðtökur ferðaþjónustuaðila og annarra sem láta sér málefnið varða en 45 manns sátu ráðstefnuna sem haldin var í menningarhúsinu Tjarnarborg 9. mars s.l.

Ráðstefnan bar yfirskriftina „Uppbygging nýrra áfangastaða - sóknarfæri í ferðaþjónustu Fjallabyggðar“

Dagskráin var áhugaverð en þrír  framsögumenn fluttu erindi og tók fyrst til máls Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Fjallaði hún meðal annars um vöxt ferðaþjónustunnar á liðnum árim og minnti á mikilvægi þess að ferðaþjónar ynnu saman að eflingu afþreyingar svæðisins.  

Á eftir Helgu kom fram Steve Lewis eigandi afþreyingarfyrirtækis Kjarabakka/The Empire á Siglufirði og fjallaði hann um þróun ferðaþjónustu almennt sem og í Fjallabyggð.

Ásgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri Vesturferða – West Tours tók síðast til máls og fjallaði hann um „Hvað getum við lært af komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar og erum við á réttri leið“.

Á pallborði sátu auk framsögumanna þær Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

Áhugaverðar umræður sköpuðust og má þar meðal annars nefna mikilvægi þess að ná fram sameiginlegri sýn allra aðila á svæðinu og draga fram þá eiginleika og tækifæri sem svæðið býður uppá. Rætt var um mikilvægi þess að skapa sýn um heppilegan fjölda skemmtiferðaskipa til Fjallabyggðar á ári hverju með tilliti til reynslu nágrana sveitarfélaga. Meðal þess sem einnig var rætt var að auka þurfi samtal ferðaþjónustuaðila á svæðinu og nauðsyn aðgengisstýringar að náttúruperlum á svæðinu.

Fundarstjóri var Ásgeir Logi Ásgeirsson, formaður markaðs- og menningarnefndar.

Erindi ráðstefnunnar:

Steve Lewis eigandi Kjarabakka / The Empire á Siglufirði Development of turism in Fjallabyggd and in general

Ásgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri Vesturferða – West Tours. Hvað getum við lært af komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar og erum við á réttri leið