Ráðherrar í heimsókn í Fjallabyggð

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu í heimsókn í dag í Fjallabyggð og skoðuðu aðstæður í Ólafsfirði. Bæjarfulltrúar og staðgengill bæjarstjóra fóru yfir atburðarás síðustu daga og upplýstu ráðherrana um stöðina. Bæjarfulltrúar lögðu áherslu á mikilvægi þess að byggja upp öruggt raforku- og fjarskiptakerfi þannig að atburðir síðustu daga endurtaki sig ekki.