Prince Albert II á Siglufirði

Við höfnina í Siglufirði liggur lúxus skemmtiferðaskipið Prince Albert II. Skipið er nefnt í höfuðið á Prins Albert II frá Monaco, en hann gaf skipinu nafn á sínum tíma. Skipið lagði af stað frá London þann 9. júlí í ferð um Spitzbergen, Grænland og Ísland.

Skipið er 108 metra langt með plássi fyrir 132 farþega í 66 klefum, ef klefa skildi kalla því, yfir 20 þessara klefa eru á stærð við meðal íbúðir. Þetta er sannkallað lúxus skip þar sem allt er innifalið og öll þjónusta fyrsta flokks.